Færsluflokkur: Íþróttir
9.7.2008 | 22:34
Peysur fyrir foreldra
Kæru foreldrar!
Í kringum Skagamótið fengu strákarnir okkar ótrúlega flottar og góðar peysur sem við þorum að fullyrða að allir hafi verið ánægðir með.
Nokkrir foreldra höfðu gengið frá pöntun á slíkum peysum fyrir sig í vetur og fengu afhentar á sama tíma. Við urðum hins vegar vör við það á Skagamótinu að þeir sem ekki höfðu pantað sér slíka peysu langaði mörgum hverjum í eina slíka þegar þeir sáu þær.
Það er því ætlunin að gefa fólki færi á að panta sér slíkar peysur. Verðið á peysunum er 5570 krónur.
Þeir sem hafa áhuga á að panta sér peysur geta sett sig í samband við okkur í gegnum netfangið solborgsig@simnet.is sem allra fyrst.
Kv. Umsjónarmenn.
P.s. Þeir sem enn hafa ekki sótt gallana fyrir strákana sína (þeir sem pöntuðu í vetur en fóru ekki á Skagamótið) eru beðnir um að ganga frá því sem fyrst. Allar nánari upplýsingar er að finna hér á bloggi strákanna en einnig er hægt að senda póst á solborgsig@simnet.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 17:45
Nýjir æfingatímar
Æfingar það sem eftir lifir sumars verða sem hér segir:
Mán, Þri og fim kl. 12:30 - 13:30 í Fagralundi.
Áður auglýst æfing á miðvikudögum fellur því niður en þriðjudagsæfingin kemur inn í staðin.
Við biðjumst velvirðingar á því eitthvert rugl var með þessar æfingar í vikunni en einhver misskilningur kom upp á milli þjálfarans (sem fór fram á þessa æfingatíma) og barna- og unglingaráðs sem auglýsti vitlausa æfingatíma. En það hefur sem sagt fengist staðfest hjá þjálfaranum að svona verður þetta út sumarið.
Með bestu kveðjum,
umsjónarmenn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2008 | 12:22
Greiðsla ógreiddra félagasgjalda / Sumargjöf barna- og unglingaráðs
ÁMINNING !!
Ágætu HK ingar
Aðili að vegum Barna- og unglingaráðs verður staddur í Fagralundi, fimmtudaginn 26. júní milli klukkan 17:00 - 18:00 til þess að taka á móti greiðslum frá þeim sem vilja greiða æfingagjöld með VISA / EURO (eingreiðsla / greiðsludreifing). Þetta á eingöngu við þá sem vegna einhverra ástæðna ekki hafa greitt gjöldin fyrir 2007-2008 tímabilið.
Þeir sem þegar hafa greitt með greiðslukorti en eiga eftir að skrifa undir greiðslusamning sem senda þarf til ÍTK geta komið og gengið frá því þannig að hægt sé að innheimta framlag bæjarins á móti æfingagjöldum.
Á sama tíma verður afhent sumargjöf barna og unglingaráðs, Vodafone boltar nr.5 til skilvísra iðkennda sem koma til að greiða eða hafa þegar greitt æfingagjöldin.
Látið ekki frían bolta fram hjá ykkur fara, fyrstir koma fyrstir fá.
Tökum nú á því, greiðum æfingagjöldin og látum boltann rúlla, áfram HK.
Með kveðju,
Barna og unglingaráð
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2008 | 18:04
Frí frá æfingum næstu vikuna
Þá er Skagamótinu lokið og óhætt að segja að strákarnir okkar hafi staðið sig frábærlega og verið félaginu til sóma. Við munum skella inn frekari fréttum af mótinu og myndum sem allra fyrst.
Við viljum hins vegar minna á að eins og venjulega munum við taka stutt frí næstu vikuna og hlaða batteríin eftir erfiða en skemmtilega helgi.
Næsta æfing verður því mánudaginn 30. júní.
Með bestu kveðjum og þökk fyrir frábæra helgi,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.6.2008 | 07:41
Loksins komið að því!
Við hlökkum til að hitta ykkur öll í Digranesi á eftir og óskum öllum strákunum okkar góðs gengis og vonum að þeir og fjölskyldur þeirra eigi góða helgi.
Kveðja, umsjónarmenn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 12:33
Frekari upplýsingar vegna Skagamóts
Kæru foreldrar
Jæja þá er orðið ansi stutt í þetta hjá okkur og nokkuð öruggt að strákarnir flestir orðnir mjög spenntir.
Við fáum peysurnar og buxurnar í kvöld en því miður var að koma í ljós að húfurnar sem strákarnir áttu að fá eru ekki komnar til landsins og því þurfa foreldrar að pakka niður einhverri góðri húfu sem strákarnir eiga ef það skyldi nú kólna eitthvað um helgina.
Keppnisbúningar verða á staðnum, en sem fyrr kemur hver og einn með sína sokka (og skó). Þeir strákar sem eiga stuttbuxur úr handboltanum mega gjarnan koma með sínar stuttbuxur.
Við gerum ráð fyrir að peysur og buxur (þar með taldar peysur fyrir þá foreldra sem pöntuðu fyrir sig) verði afhentar á morgun uppi í Digranesi og því mikilvægt að allir séu mættir tímanlega.
Peysurnar og buxurnar verða sóttar seinnipartinn í dag og ef það hentar fólki betur að sækja þetta í kvöld er það líka í lagi. Þá setjið þið ykkur þá bara í samband við Rósu í síma 895-9539.
Við minnum svo alla á að strákarnir fara með rútum upp á Skaga en foreldrar þurfa að gera ráðstafanir til að koma drengjunum heim á sunnudaginn þar sem ekki verður boðið upp á rútu til baka.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í góða skapinu á Skaganum um helgina.
Kveðja, umsjónarmenn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 09:14
Skagamótið
Góðan daginn.
Þá er loksins kominn kostnaður fyrir mótið en aðeins hefur þetta tafist vegna verðs á peysum, en svona lítur þetta út kr 19.500 og þarf að leggja inn á: 0303-26-820. Kennitala 160176-3699. Skýring á að vera nafn iðkanda.
Þetta þarf að vera greitt fyrir kl 18:00 á fimmtudag 19. Júní.
Við erum sennilega aðeins rúm á þessari tölu en mismunur eftir mót fer inn á sömu reikninga. Í þessari tölu er kostnaður vegna húfu, peysu, buxna og Ómars Inga.
Við brýnum það fyrir drengjunum að vera stilltir og prúðir. Mér skilst að peysa, húfa og buxur verði afhent við brottför. Einnig þarf að vera búið að ganga frá æfingajöldum áður en haldið er af stað.
Við förum kl 10:00 frá Digranesi á föstudagsmorgun, mæting ekki seinna en kl 09:30
Endilega kíkið inn á heimasíður mótsins þar sjáið þið tímasetningar og annað sem gott er að vita http://kaupthingsmot.blog.is/blog/kaupthingsmot/
Eflaust erum við að gleyma einhverju en þær upplýsingar verða þá sendar út jafn óðum.
Fararstjórar eru eftirtaldir, en þó er ég ekki með endanlega lausn á farastjórn hjá D1 en mér skilst að það leysist með samvinnu foreldra þeirra drengja.
Þórður Kristleifsson Kolbeinn 8443562
Arnar Geir Nikulásson Hjörvar Daði 6943322
Hendrik Hermannsson Benedikt 8612320
Hrönn Jensdóttir Beneditkt 8249949
Jón Hjálmarsson Kristófer 8582015
Haraldur Örn Gunnarsson/Anna Margrét Gunnarsdóttir Viktor Orri 8959191
Sigurjón/ÁsdísDavíð Birkir 8404507
Hólmfríður B Þorsteinsdóttir Þorsteinn Björn 8587389
Kristinn Hafþór Sæmundsson Birkir og Aðalsteinn6168555
Kveðja, Arnar Geir
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2008 | 14:30
Rútur vegna hádegisæfinga
Þar sem það er alltaf hætta á því að tölvupóstur berist ekki öllum væri gott ef fólk í efri byggðum ræddi þetta sín á milli og kæmi þessu þannig til skila til sem flestra ef svo leiðinlega vildi til að einhver hefði ekki fengið póstinn sem sendur var út í dag.
Hægt er að láta vita á olafur.orn.jonsson@simnet.is, solborgsig@simnet.is, haukur@agr.is, gullogsilfur@gullogsilfur.is eða starri02@ru.is
Með kærri kveðju,
umsjónarmennÍþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 11:46
Sumaræfingar
Kæru foreldrar
Á fundinum í gærkvöldi var ákveðið að halda áfram með hádegisæfingarnar fyrir strákana okkar í sumar eins og þær hafa verið undanfarin ár og verða æfingar því sem hér segir frá og með næsta mánudegi:
Mán/Mið/Fim kl. 12:30-13:45 í Fagralundi.
Þar sem æfingarnar eru allar í Fagralundi er verið að vinna í því að fá rútur sem myndu keyra og sækja strákana í efri byggðum á sínar æfingar, enda ekki auðvelt fyrir fólk í vinnu að skutla þeim á þessum tíma. Enn hefur ekki verið gengið frá samningi vegna þessa en það er í vinnslu og verður að sjálfsögðu auglýst um leið og botn fæst í þau mál. Það má því gera ráð fyrir því að í næstu viku verði foreldrar að sjá um aksturinn.
Við minnum á að æfingin í dag er á gamla tímanum , þ.e. kl. 16:30 í Fagralundi.
Kv. Umsjónarmenn
P.s. Eins og fram kom á fundinum í gær vantar enn nokkra fararstjóra. Þeir eru að sjálfsögðu forsendan fyrir því við förum upp eftir með strákana okkar og því biðjum við alla þá sem gætu hugsað sér að taka þetta að sér að setja sig í samband við Arnar (arnar@sjova.is).
Frekari upplýsingar vegna Skagamótsins verða sendar á foreldra um eða eftir helgina.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 09:17
Foreldrafundur
Næstkomandi fimmtudag er ætlunin að við foreldrarnir hittumst í Fagralundi kl. 18 til að ræða Skagamótið, sem er orðið ansi stutt í, sem og fyrirkomulag æfinga í sumar.
Það er mjög mikilvægt að sem flestir láti sjá sig.
Kv. Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)