Færsluflokkur: Íþróttir
3.6.2008 | 17:26
Þróttaramót 7. júní
Laugardaginn 7.júní verður síðasta mót okkar áður en við förum á
Akranesmótið.
Það mót er haldið af Þrótti og er mæting hjá öllum strákunum
kl.12:10 í Laugardalinn á sama stað og þegar við fórum á KFC mót
Víkings.
Þetta mót er á GRASI og því fyrsta skipti þetta sumarið sem að við
förum á gras og hafa strákarnir sennilega mjög gaman af því.
Kostnaður er 1300 kr. á hvern dreng og innifalið í því er máltíð
og verðlaun eftir mótið.
Tilkynnið forföll til þjálfara sem fyrst. omaringi@hotmail.com eða
með sms í
s: 867-1118
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 10:02
Skagamótið - skráning
Nú fer hver að verða síðastur að tilkynna þátttöku sína á Skagamótið, en tilkynningar skal senda á Arnar ( arnar.nikulasson@sjova.is ).
35 vaskir strákar hafa nú þegar skráð sig til leiks á Skagamótið en þeir eru:
Aðalsteinn Einir, Andri Már Harðarson, Andri Páll Guðmundsson, Árni Bent Þráinsson, Benedikt Hendriksson, Benedikt Sólon Jónsson, Benedikt Þorsteinsson, Birkir Blær, Blær Hinriksson, Davíð Birkir Sigurjónsson, Egill Darri Þorvaldsson, Elías Geir Óskarsson, Gabríel Arnar Þorvaldsson, Herbert Óskar Ólason, Hilmir Hrafn Bachmann, Hjörvar Daði, Ívar Logi Styrmisson, Kári Tómas Hauksson, Kolbeinn Þórðarson, Kristján Pétur Barðason, Kristófer Jónsson, Kristófer Liljar, Marel Andri Friðjónsson, Orri Starrason, Róbert Arnar Sigurþórsson, Sesar Jan Atlason, Sigurður Örn Ólafsson, Sigvaldi Brimir Guðmundsson, Styrmir Kjartansson, Tómas Helgi Ágústsson Hafberg
Tómas Skúli Johnsen, Valgeir Valgeirsson, Victor Snær Sigurðsson, Viktor Orri Haraldsson og
Þröstur Gunnarsson.
Það vantar ennþá farastjóra á mótið og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Arnar ( arnar.nikulasson@sjova.is ).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 19:31
Ný æfingatafla og Faxaflóamótið
Í dag þriðjudag er síðasta Fífuæfingin. Æfingatímarnir breytast ekki en við færum æfingarnar í Fagralund.
Æfingataflan fyrir Fagralund er því svona:
Þri.17:15-18:15 Fagrilundur
Fim 17:15-18:15 Fagrilundur
Fös 16:30-17:30 Fagrilundur
Kóraæfingarnar haldast óbreyttar.
Svo er Faxaflóamótið 25.maí á Stjörnuvelli
Mæting hjá eldra ári (2000) kl.09:15 og eru þeir búnir 11:30
Mæting hjá yngra ári (2001/2) kl.10:45 og eru þeir búnir 13:00
Kv. Ómar Ingi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 12:53
Dósasöfnun fyrir Skagamótið
Sælir foreldrar,
Viljum minna á dósasöfnunina sem verður laugardaginn 24 maí n.k. og verður hist í Kórnum og Fagralundi klukkan 10:30, þið veljið þann stað sem hentar ykkur betur.
Lagt verður af stað 11:00 og tekur þetta ca. 2-3 tíma.
Ætlast er til að amk annað foreldrið mæti með strákunum.
Í Fagralundi og Kórnum fer talningin á dósunum fram, ásamt skráningu á strákunum. Ágóðanum verður svo skipt milli þeirra sem tóku þátt í dósasöfnuninni og fær hver þátttakandi einn hlut, þannig að foreldri og barn fá 2 hluti, en ef barn mætir eitt, þá fær það 1 hlut.
Dósirnar verða taldar og farið með þær í Sorpu og peningurinn lagður inn á reikning hópsins, gjaldkeri sér svo um að leggja greiðslu inn á reikning strákanna, því er mjög mikilvægt að haldið sé vel utan um skráningu á drengjunum.
Munið eftir að koma með ruslapoka, hanska og eitthvað til að merkja pokana með.
Einnig viljum við minna á að stofna reikning fyrir strákana í Byr,það auðveldar starf gjaldkera til muna, ásamt því sem Byr er stærsti stuðningsaðili HK og samstarfið felur í sér að reikningar fyrir iðkendur HK séu stofnaðir þar.
Með bestu kveðju,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 20:25
Faxaflóamótið
Faxaflóamótið fyrir 7. flokk verður haldið sunnudaginn 25. maí n.k. á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Nákvæma tímasetningu vantar enn, en líklegt þykir að keppni hefjist um 10 leytið. Nánari upplýsingar verða því sendar þegar nær dregur.
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 10:48
Vinahittingur 7. flokks
Sæl öll,
til að hrista hópinn saman, ætlar 7. flokkur að hittast mánudaginn 19. maí nk. í Fagralundi, grilla pylsur, spila fótbolta og fara svo saman á leikinn HK-Keflavík, þar sem strákarnir leiða meistaraflokkinn inn á völlinn.
Þetta verður frábært tækifæri til að láta strákana (og foreldra!) úr Kórnum og Fagralundi hittast fyrir Skagamótið í sumar og kynnast örlítið betur.
Dagskráin er eftirfarandi:
17:30 - mæting í Fagralund (leikir og pylsugrill)
18:45 - lagt af stað frá Fagralundi
18:55 - mæting á Kópavogsvöllinn
19:15 - HK-Keflavík
Strákarnir mæta að sjálfsögðu í HK-búningunum. Við verðum með búninga fyrir strákana til að ganga inn á völlinn en hver og einn verður að sjá um sokka og skó eins og venjulega og ekki væri verra ef þeir sem eiga stuttbuxur mættu í sínum þar sem stuttbuxurar eru ekki eins margar og treyjurnar.
Við viljum vekja athygli á því að foreldrar þurfa að borga sig inn á leikinn.
Hver og einn mætir með pylsur og eitthvað að drekka fyrir sig og sína, grill verður á staðnum og umsjónarmenn mæta með sinnep, tómat og steiktan.
Gott skap er skilyrði, lofum engu með veðrið hinsvegar :)
Bestu kveðjur,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 10:41
HK-dagurinn
Við hvetjum alla að mæta í Fagralund, iðkendur í HK galla og foreldra í HK litunum.
Allir flokkar verða kynntir og við förum saman upp sem einn hópur. Því væri ágætt ef strákarnir væru á svipuðum stað svo enginn missi af því að fara upp.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í svaka stuði þar sem við fögnum saman komandi sumri.
Kv. umsjónarmen
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til foreldra barna í Kórnum
1. Næstu 2 æfingar falla niður í Kórnum.
Skilaboð frá Ómari þjálfara: Föstudaginn 9. maí og mánudaginn 12. maí er Kórinn lokaður og því falla niður æfingar þar. Í staðinn geta þeir sem að þar æfa mætt á æfingar ef þeir vilja með "Fagralundshópnum".
Hér er æfingatafla þeirra:
Þriðjudagar 17:15-18:15 Fífan
Fimmtudagar 17:15-18:15 Fífan
Föstudagar 16:30-17:30 Fagrilundur (útiæfing)Kv. Ómar Ingi Guð.
2. Jakkar fyrir þá sem hafa greitt æfingargjöld.
Þeir foreldrar sem hafa greitt æfingagjöld fyrir veturinn geta sótt jakka fyrir strákana. Skrifstofa HK er í íþróttahúsinu við Digranes og er opið milli 9 - 17 alla virka daga. Best er að hringja á undan eða senda tölvupóst því stundum er enginn við ( Laufey, [laufeyg@hk.is] 898-3531. Langbest væri ef fólk myndi framvísa greiðslukvittun við afhendingu.
Kveðja, umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 15:24
Fjáröflun - pöntun á vörum frá Olís
Hér kemur listi yfir vörur frá Olís sem við ætlum að selja fyrir Skagamótið (fjáröflun ef þið viljið). Þið fyllið út listann sem fylgir og komið honum á mig fyrir 9. maí, þið getið bæði sent hann á netfangið alfatun9@simnet.is eða látið Ómar Inga fá blaðið á æfingu. Afhending verður viku seinna (það verður sendur póstur).
Þið leggið inn á reikning 1135-05-411108 knt. 1205704639 upphæðina sem þið keyptuð vöruna á og muna að senda kvittun með nafni drengsins á alfatun9@simnet.is eða koma með hana þegar varan verður afhent. Þetta verður að vera búið að gera svo hægt sé að fá vöruna en ef þetta klikkar þá er alltaf hægt að koma með pening með sér ;), hagnaðinn leggið þið inn á bækur sem strákarnir eiga að hafa í Byr Hlíðarsmára.
Ef það eru einhverjar spurningar þá bara að hringja í síma 6993321
kv. Elínborg (mamma Hjörvars Daða)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 22:03
KFC-Mótið
Það eru 7 í hverju liði sem þýðir að það er enginn varamaður og því er áríðandi að þeir sem hafa tilkynnt mætingu mæti eða forfalli sig.
Mæting kl.11:40 Búið um 15:00
Davíð Elí, Ingvi, Egill Gauti, Benedikt Hen., Herbert, Tómas Helgi, Hjörvar, Birkir, Sigurður Örn, Viktor Freyr, Aron, Eyjólfur, Egill Darri, Hilmir, Andri Már, Kári Tómas, Kristján Pétur, Valgeir, Benedikt Þorsteins., Aðalsteinn, Kristófer Jóns, Orri.
Mæting 15:30 búið um 18:00
Styrmir, Jóhannes, Bjartur, Elías, Kristján Lúð., Hannes Lúð., Sigurjón
Mæting 16:00 Búið um 18:00 Andri Páll, Þorsteinn, Árni Bent, Marel, Victor Orri, Blær, Davíð Birkir
Þáttökugjaldið er 1400 kr og greiðist við komu (eingöngu reiðufé).
Mótið er haldið úti þannig að það er mikilvægt að strákarnir klæði sig rétt. Þeir fá HK-treyjur en þurfa að vera með allt annað.
Mótið er búið rúmlega 3 tímum eftir mætingu
Kv. Ómar Ingi Guð.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)