Nýjir æfingatímar

Æfingar það sem eftir lifir sumars verða sem hér segir:

Mán, Þri og fim kl. 12:30 - 13:30 í Fagralundi.

Áður auglýst æfing á miðvikudögum fellur því niður en þriðjudagsæfingin kemur inn í staðin.

Við biðjumst velvirðingar á því eitthvert rugl var með þessar æfingar í vikunni en einhver misskilningur kom upp á milli þjálfarans (sem fór fram á þessa æfingatíma) og barna- og unglingaráðs sem auglýsti vitlausa æfingatíma. En það hefur sem sagt fengist staðfest hjá þjálfaranum að svona verður þetta út sumarið.

Með bestu kveðjum,

umsjónarmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru einhverjar fréttir af rútumálum fyrir strákana sem búa í efri byggðum? Það er erfitt að redda fari fyrir barnið 3x í viku þegar að fólk er að vinna fulla vinnu.

kv. Hulda (mamma Árna Bents)

Hulda (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: 7. flokkur HK

Það var fundað með barna- og unglingaráði fyrir rúmri viku (að ósk okkar í 7.flokki) og þá sögðu þeir að þeir ætluðu að ganga í þetta og redda þessu, fá tilboð og þess háttar og við stóðum í þeirri trú að gegnið yrði frá þessu í síðustu viku. Það er enn verið að bíða eftir þeim :(

Þeirra hugmynd gékk út á að rúta færi frá efri byggðum um kl. 12 og kæmi aftur til baka um 3 (þannig næðu flokkarnir sem eru á æfingum á eftir að nýta sömu ferðirnar) Frá því að æfingum lyki og þar til rútan færi væri einhver sem myndi fylgjast með þeim sem færu upp eftir.

Við munum að sjálfsögðu halda áfram að ýta á eftir þeim, enda er þetta ekki eins og það á að vera og ekki eins og við höfum verið búin að minnast á þetta við þá í einhvern tíma.

Umsjónarmenn

7. flokkur HK, 3.7.2008 kl. 22:04

3 identicon

Takk fyrir skjót svör. Kannski ættu foreldrarnir hérna í "fjallabyggð" að taka sig saman og hafa samband við þá og þrýsta líka, sumarið er fljótt að líða.

kveðja, Hulda (mamma Árna Bents) 

Hulda (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband