18.7.2008 | 08:56
Fjölnismót 9. ágúst - Könnun á áhuga á þátttöku
Laugardaginn 9.ágúst verður haldið á Fjölnisvelli Landsbankamótið í 7.flokki karla og kvenna.
Leikið verður í A, b, c og d í 7.flokki karla en a og b lið i 7.kvenna.
Leiktiminn verður 12 til 15min(fer eftir fjölda liða).
Ekki verða skráð úrslit.
Spilað verður á grasvöllum félagsins við Dalhús.
Mótsgjaldið er 1.500 kronur á hvern leikmann og er innifalið í því verðlaunapeningur,mótsgjald og grill.
Dómgæslan verður í höndum meistaraflokks Fjölnis.
Ómar Ingi vill kanna áhuga fyrir þessu móti hjá foreldrum og eru þeir sem komast á þetta mót beðnir um að láta hann vita með tölvupósti á netfangið omaringi@hotmail.com .
Í framhaldi af því mun hann taka ákvörðun um hvort við sendum lið á þetta mót, en hann mun einungis skrá lið á mótið fáist næg þátttaka.
Vinsamlegast svarið honum því sem fyrst.
Kv. umsjónarmenn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.