15.1.2008 | 19:38
Nýjir æfingatímar
Gleðilegt ár HK-ingar!
Nú er nýtt ár gengið í garð og um leið er komin ný æfingatafla. Æfingar hjá strákunum verða sem hér segir:
Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 í Fífunni
Fimmtudagar kl. 17:15-18:15 í Fífunni
Þessi æfingatafla mun gilda fram á vor og þá verður hugsanlega bætt in fleiri æfingum.
Kv. Umsjónarmenn og þjálfarar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 00:48
Gleðileg jól
Eins og flestir vita erum við núna komin í smá jólafrí frá æfingum. Æfingar hefjast aftur 8. janúar og verður æfingataflan þá örlítið breytt.
Æfingar verða sem hér segir:
Þriðjudagar kl. 17:15-18:15 í Fífunni
Miðvikudagar kl. 17:00-17:45 (yngra ár) í Snælandi
Miðvikudagar kl. 17:45-18:30 (eldra ár) í Snælandi
Auk þess er verið að vinna í að finna hentugan tíma og staðsetningu fyrir þriðju æfinguna og verður það auglýst nánar þegar það skýrist eitthvað frekar.
Annars viljum við bara óska öllum flottu strákunum okkar, skemmtilegu foreldrum þeirra og frábærum þjálfurum gleðilegra jóla og hlökkum við til að hitta ykkur öll á nýju ári.
Jólakveðja,
umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 16:15
Myndir frá æfingaleikjum í Kórnum 1. des.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 19:39
Æfingaleikur í Kórnum
Minnum á æfingaleikinn uppi í Kór á morgun laugardag þar sem strákarnir úr Fagralundi ætla að keppa við strákana sem æfa uppi í Kór. Mæting er kl. 8:45 og er gert fyrir að þetta sé búið um kl. 10 (gæti þó dregist eitthvað)
Þeir sem ekki komast mega gjarnan láta Ómar Inga þjálfara vita í síma 867-1118 eða með tölvupósti á omaringi@hotmail.com .
Sjáumst hress í fyrramálið :)
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 15:09
Vantar fólk hjá flokknum!
Sælir foreldrar,
enn vantar gott fólk í eftirfarandi stöður:
- Búningastjóri á eldra ári
- Fjáröflunarnefnd
- Fréttafulltrúi -viðkomandi fær að setja inn fréttir á þessa fínu bloggsíðu 7. flokks
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Haukur - umsjónarmaður á yngra ári ætlar að vera okkar fulltrúi í jólamótsnefndinni.
Áhugasamir endilega hafið samband við umsjónarmenn, fyrstir koma fyrstir fá.
Bestu kveðjur,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 15:02
Föstudagsæfingarnar verða á gervigrasinu í Fagralundi fram að jólum
Vegna æfinga í handboltanum á fimmtudögum verða ekki æfingar í Fífunni á fimmtudögum eins og auglýst var í síðustu viku.
Æfingarnar verða því áfram á gervigrasinu á föstudögum, en breyting verður á töflunni eftir áramótin.
Æfingarnar verða því sem hér segir:
Mánudagar Fagrilundur, gervigras (óbreytt)
Miðvikudagar Snæland (óbreytt)
Föstudagar Fagrilundur, gervigras 16 17 (það eru 3 æfingar úti fram að jólafríi 19 des)
Bestu kveðjur,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 17:48
Breyttir æfingatímar hjá 7 flokki
Æfingin á morgun föstudag fellur niður, þar sem búið er að færa föstudagsæfingarnar yfir á fimmtudaga klukkan 17:15 - 18:15 í Fífunni.
Æfingarnar verða því sem hér segir:
Mánudagar Fagrilundur, gervigras (óbreytt)
Miðvikudagar Snæland (óbreytt)
Fimmtudagar Fífan 17:15 18:15 (í stað föstudagsæfinga)
Einnig er stefnan sett á að hafa æfingaleik við HK strákana sem eru að æfa í Kórnum um mánaðarmótin nóv-des, leikurinn yrði þá upp frá í Kórnum - nánar auglýst síðar.
bkv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 18:18
Hressir foreldrar óskast...
Það sem er brýnast núna er að fá einhvern inn í jólamótsnefndina, þar sem það styttist óneitanlega í jólin.
Einnig vantar okkur annan búningastjóra (helsta einhver af eldra ári) og fréttfulltrúa (helst fyrir bæði árin). Þetta gæti t.d. hentað vel einhverju foreldri sem er nú þegar duglegt að mæta á mót, það munar ekkert svo mikið um að senda nokkrar af myndunum sem eru teknar áfram á HK vefinn og láta fylgja með nokkrar línur um hvernig strákunum gékk, nú eða kippa búningunum með, flóknara þarf það ekki að vera :)
Ef einhver hefur áhuga á að taka að sér eitthvert þessara embætta má sá hinn sami endilega setja sig í samband við umsjónarmenn flokksins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 14:43
Frí á mánudagsæfingunni
Næstu æfingar verða því á miðvikudaginn í Snælandsskóla.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 14:40
Svalamótið á Akranesi
Fyrsta mót leikársins fór fram á Akranesi fyrr í dag. Þangað mættu fullt af strákum og fjölskyldur þeirra og skemmtu sér saman í ískaldri höllinni. Strákunum var skipt í tvö lið eftir aldri (2000 og 2001/2002) og voru úrslit leikjanna sem hér segir:
Eldra lið:
HK-KR: 0-2
HK-Valur: 3-0
HK-ÍA: 1-0
HK-Víkingur: 1-4
Yngra lið:
HK-Valur: 2-2
HK-KR: 0-0
HK-ÍA: 1-0
HK-Víkingur: 0-0
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)