1.5.2008 | 10:01
KFC-mótið
Eins og fram hefur komið ætlum við að fara á KFC mótið sem haldið verður á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum núna næsta laugardag, þann 3. maí.
Þetta er stórt mót og strákarnir eru ekki allir að keppa á sama tíma.
Það er því mikilvægt að þeir sem hafa hug á að taka þátt tilkynni þátttöku til Ómars Inga þjálfara á omaringi@hotmail.com. Nánari tímaupplýsingar verða svo sendar út þegar ljóst er hver þátttakan verður.
Þátttökugjald á mótinu er 1400 krónur og eru máltíð og verðlaun innifalin í því gjaldi.
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 13:16
Skagamót - fjáröflun
Nú styttist óðum í Skagamótið og því orðið tímabært að huga að fjáröflun. Mótið verður haldið dagana 20.-22. júní og fara fimm lið frá HK. Á bloggsíðu mótsins eru góðar upplýsingar, sérstaklega fyrir þá sem eru að fara í fyrsta skiptið http://kaupthingsmot.blog.is/blog/kaupthingsmot/
.... og þá að fjáröfluninni
Á fjölmennum foreldrafundi þann 29. apríl var ákveðið að fara í tvenns konar fjáröflun, annars vegar sala á grillvörum frá Olís og hinsvegar dósasöfnun.
Grillvörurnar verða auglýstar núna í vikunni, þið getið svo lagt inn pöntun í næstu viku, í síðasta lagi á föstudaginn 9 maí, til Elínborgar, en hún mun sjá um Olís og verða vörurnar svo væntanlega afhentar í vikunni þar á eftir.
Allar vörur skal staðgreiða eða millifæra upphæðina á Elínborgu við afhendingu (nánari upplýsingar sendar seinna).
Dósasöfnunin verður laugardaginn 24 maí nk. og verður hist í Kórnum og Fagralundi klukkan 10, þið veljið þann stað sem hentar ykkur betur.
Lagt verður af stað 10:30 og tekur þetta ca. 2-3 tíma.
Ætlast er til að amk annað foreldrið mæti með strákunum.
Í Fagralundi og Kórnum fer talningin á dósunum fram, ásamt skráningu á strákunum. Ágóðanum verður svo skipt milli þeirra sem tóku þátt í dósasöfnuninni.
Munið eftir að koma með ruslapoka, hanska og eitthvað til að merkja pokana með.
Einnig viljum við minna á að stofna reikning fyrir strákana í Byr, það auðveldar starf gjaldkera til muna, ásamt því sem Byr er stærsti stuðningsaðili HK og samstarfið felur í sér að reikningar fyrir iðkendur HK séu stofnaðir þar.
Með bestu kveðju,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 11:00
Heklumót Fram í Safamýrinni - 1. maí
Forföll tilkynnist til þjálfara: omaringi@hotmail.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 10:33
HK-dagurinn
HK-dagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 17. maí n.k.
Þá verða allir flokkar félagsins kynntir, strákarnir mæta allir í HK gallanum og við eigum góðar stundir saman.
Nánari upplýsingar, tímasetningar og þess háttar verða sendar út þegar nær dregur.
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 12:56
Fjáröflun fyrir Skagamótið
Komið hefur upp sú hugmynd að vera með frekari fjáröflun fyrir Skagamótið sem 7 flokkur er að fara á núna í júní.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku geta mætt klukkan 17:45 á æfingunni í Fífunni á morgun þriðjudaginn 29 apríl.
Þetta er sniðug leið fyrir strákana til að taka þátt í því að fjármagna skagamótið.
Foreldrar stráka úr Kór og Fagralundi velkomnir.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 12:54
Niðurtalning fyrir Skagamótið
Við viljum vekja athygli á því að hér vinstra megin á síðunni erum við að telja niður dagana þangað til við förum upp á Skaga.
Það styttist óneitanlega í öll herlegheitin :)
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 12:50
Týndir búningar
Á mótinu sem haldið var hjá Stjörnunni í mars s.l. virðist hluti búninganna hafa farið á eitthvert flakk. Þeir sem vita eitthvað um þá vinsamlegast setji sig í samband við umsjónarmenn og/eða búningastjóra sem fyrst þar sem við erum að fara á mót á fimmtudaginn kemur.
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 12:44
Mótin sem eru framundan
Eftirfarandi mót eru framundan hjá strákunum:
1.maí er Kiwanis mót sem að Fram heldur á gervigrasvelli sínum í Safamýrinni og við ætlum að fara á. Þetta mót er frítt fyrir strákana og mun taka 2-3 tíma. Leikjaniðurröðun er ekki tilbúin
3.maí ætlum við að fara á KFC-mót Víkings sem haldið verður á gervigrasinu í Laugardal. Þáttökugjald þar er 1.400 kr. og mæting er hjá strákunum 11:30. Innifalið í mótsgjaldi er verðlaunapeningur og veitingar á staðnum eftir mót.
31.maí förum við svo á Landsbankamót Aftureldingar í Mosfellsbæ og læt ég vita þegar frekari upplýsingar um það mót koma
Endilega látið þjálfara vita (omaringi@hotmail.com) sem fyrst ef þið vitið að það er eitthvað af þessum mótum sem þið komist ekki á
Með bestu kveðju,
UmsjónarmennÍþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 09:03
Útiæfingar á gervigrasinu
Útiæfingar á gervigrasinu verða framvegis á föstudögum milli 16:30 og 17:30 niðri í Fagralundi.
Munið að klæða strákana eftir veðri.
Kv. umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 17:44
Mótið 9. mars
Yngra ár(C og D lið) spilar ca frá 9:00-12:00 (mæting kl. 08:30)
Eldra árið (A og B lið) ca frá 12:00-15:00 (mæting kl. 11:30)
Mikilvægt að muna að klæða sig vel þar sem þetta er utanhúss og betra að mæta of vel klæddur en hitt!
Næsta æfing stendur í Fífunni kl.17:15 þrátt fyrir minnkaðar aðstæður vegna
árshátíðar Kópavogs um næstu helgi.
Bestu kveðjur,
Umsjónarmenn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)