17.9.2008 | 05:12
Takk fyrir síðasta tímabil!
Kæru foreldrar, þjálfarar og stjórn barna- og unglingaráðs.
Nú þegar vetrarstarf fótboltans hjá HK er að byrja og sumir drengjanna að færast upp um flokk, langar okkur að þakka fyrir síðasta árið. Við fjölskyldan erum flutt til Kuala Lumpur, Malasíu og verðum hér a.m.k. fram að áramótunum 2009/10. Sigurður Örn verður því fjarri góðu gamni en heldur sér í æfingu hér og kemur sterkur til leiks með HK þegar hann kemur heim.
Okkur langar til að þakka Ómari Inga fyrir góða þjálfun hjá strákunum og eigum við eftir að sakna hans, enda einstaklega góður drengur þar á ferð.
Sömuleiðis öðrum foreldrum í félaginu, þeim þökkum við fyrir samstarfið og félagsskapinn á liðnu ári.
Barna- og unglingaráð fær sömuleiðis góðar þakkir og gott að vita til þess að starfið hjá HK er í góðum höndum. Við hlökkum svo til að koma aftur í eldrauða HK-efri byggð þegar við flytjum upp að Vatnsenda :)
Starri og Inga Dís koma til með að klára tímabilið fyrir okkur, þangað til skiptingin á umsjónarmönnum á sér stað, þannig að ef þið hafið einhverjar spurningar eða tilkynningar, vinsamlegast snúið ykkur til þeirra. Starri02@ru.is og ingadis@atvr.is . Haukur mun svo einnig starfa áfram, þannig að þið getið áfram haft samband við hann í haukur@agr.is
Bestu kveðjur,
Óli, Rósa, Sigurður Örn og Sonja Margrét
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.