Lokanámskeið knattspyrnuskólans

Knattspyrnuskóli HK

Vikuna 11-15 ágúst verður síðasta námskeið sumarsins haldið. Á þessu námskeiði munu leikmenn Meistaraflokks HK hjálpa til og mæta til þess að leiðbeina krökkunum og gefa þeim góð ráð. Í lok námskeiðisins verður svo grillveisla þar sem hægt verður að vinna áritaðar keppnistreyjur og leikmaður Íslenska landsliðsins kemur í heimsókn.

Námskeiðið er frá 9-12 í Fagralundi fyrir aldurinn 6-12 ára og er verðið fyrir það 4000 krónur

Hægt er að skrá með því að senda helstu upplýsingar á namskeid@hk.is eða mæta í Fagralund mánudaginn 11.ágúst

Umsjónarmenn námskeiðs eru Ómar Ingi Guðmundsson og Hermann Geir Þórsson

Við hvetjum auðvitað strákana okkar til að mæta á þetta frábæra námskeið og enda sumarið með stæl!

bestu kveðjur,

Umsjónarmenn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hægt að leggja inn fyrir námskeiðinu eða á maður að koma niðrí Fagralund og greiða?

 kv Dagrún (mamma KRistófers Liljars)

Dagrún Fanný (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband