30.4.2008 | 13:16
Skagamót - fjáröflun
Nú styttist óðum í Skagamótið og því orðið tímabært að huga að fjáröflun. Mótið verður haldið dagana 20.-22. júní og fara fimm lið frá HK. Á bloggsíðu mótsins eru góðar upplýsingar, sérstaklega fyrir þá sem eru að fara í fyrsta skiptið http://kaupthingsmot.blog.is/blog/kaupthingsmot/
.... og þá að fjáröfluninni
Á fjölmennum foreldrafundi þann 29. apríl var ákveðið að fara í tvenns konar fjáröflun, annars vegar sala á grillvörum frá Olís og hinsvegar dósasöfnun.
Grillvörurnar verða auglýstar núna í vikunni, þið getið svo lagt inn pöntun í næstu viku, í síðasta lagi á föstudaginn 9 maí, til Elínborgar, en hún mun sjá um Olís og verða vörurnar svo væntanlega afhentar í vikunni þar á eftir.
Allar vörur skal staðgreiða eða millifæra upphæðina á Elínborgu við afhendingu (nánari upplýsingar sendar seinna).
Dósasöfnunin verður laugardaginn 24 maí nk. og verður hist í Kórnum og Fagralundi klukkan 10, þið veljið þann stað sem hentar ykkur betur.
Lagt verður af stað 10:30 og tekur þetta ca. 2-3 tíma.
Ætlast er til að amk annað foreldrið mæti með strákunum.
Í Fagralundi og Kórnum fer talningin á dósunum fram, ásamt skráningu á strákunum. Ágóðanum verður svo skipt milli þeirra sem tóku þátt í dósasöfnuninni.
Munið eftir að koma með ruslapoka, hanska og eitthvað til að merkja pokana með.
Einnig viljum við minna á að stofna reikning fyrir strákana í Byr, það auðveldar starf gjaldkera til muna, ásamt því sem Byr er stærsti stuðningsaðili HK og samstarfið felur í sér að reikningar fyrir iðkendur HK séu stofnaðir þar.
Með bestu kveðju,
Umsjónarmenn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.